Leikskólinn á Höfn - Kynning á deiliskipulagsbreytingu

12.8.2022

Mánudaginn 15. ágúst kl. 16:00 mun umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar vera með forkynningu á tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir leikskólann á Höfn í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningin verður aðgengileg gegnum streymi á þessari slóð Click here to join the meeting

Deiliskipulagsbreytingin mun að því loknu vera lögð fyrir bæjarstjórn og auglýst í 6 vikur. Gefst þá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að senda inn athugasemdir.

Umhverfis- og skipulagsstjóri