Lifandi laugardagur í Sveitarfélaginu Hornafirð

12.4.2023

Laugardaginn 15. apríl nk. verður lifandi laugardagur í Sveitarfélaginu Hornafirði í tengslum við heildarstefnu Hornfirðinga; Hornafjörður, náttúrulega!Að þessu sinni er áherslan á umhverfis- og loftlagsmál en sú stoð stefnunnar er áhersla apríl mánaðar.

Ýmislegt verður í gangi þennan dag og verður dagskrá kynnt smátt og smátt á Facebooksíðu Hornafjörður, náttúrulega !.Meðal þess sem verður í gangi er:

Í NÝHEIMUM:

  •  Afþreying fyrir börn á bókasafninu
  •  Kaffihúsastemning, Sigurjón og Gauti baka vöfflur
  •  Andrými sjálfbærnisetur með fræðsluerindi
  •  Kerti til sölu frá Miðgarði
  •  Isabella Tigist tekur lagið
  •  Þorvarður Árnason segir frá Bláma
  •  Fræðsluganga á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs
  •  Umhverfisvænar vörur frá Mistur

UM BÆINN:

  •  Opið í Hirðingjunum (frá kl. 14-16)
  •  Reddingarkaffi í Fablabinu (frá kl. 14-16)

Fylgist með hér!