Ljósleiðari í Nesjum

12.2.2021

Nú er unnið að tengingu ljósleiðara í Nesjum og frágangi lokið á nokkrum stöðum.

 Fyrirkomulagið er þannig að sveitarfélagið sendir út greiðsluseðla fyrir tengigjaldinu samkvæmt gjaldskrá (setja tengil á gjaldskrá Gagnaveitunnar). 

Þegar greiðslu er lokið verður ljósleiðarinn tengdur. Tengigjaldið er 280.000 kr. án vsk ásamt því að innheimt er mánaðarlegt heimtaugargjald að upphæð 2.500 kr. án vsk. Hægt er að dreifa greiðslum á 14 mánuði samkvæmt gjaldskrá. 

Notendur geta valið hvaða þjónustuveitanda þeir velja, þ.e. fjarskiptafyrirtæki. Á næstu dögum og vikum verða Nesin, vestan megin við lónsafleggjara tengd inn. Strenginn austan lónsafleggjara á eftir að plægja í jörðu, það verður gert á næstu mánuðum.