• Fjarhusavik

Aðgengi að Fjárhúsavík takmarkað

27.10.2025

Þann 1. nóvember mun sveitarfélagið takmarka aðgengi að Fjárhúsavík.

Þeir íbúar sem þurfa að losa garðaúrgang eru hvattir til að gera það fyrir þann tíma.  Íbúar eru einnig minntir á að ganga vel um svæðið og skilja ekkert rusl eða annan úrgang en garðaúrgang eftir á svæðinu.

Þurfi íbúar að losa sig við garðaúrgang eftir 1. nóvember má hafa samband við Áhaldahúsið á opnunartíma (mán-fim kl. 8-16 og kl.8-15 á föstudögum) í síma: 470-8027.