Malbikunarframkvæmdir og tafir á umferð næstu daga

23.5.2018

Malbikunarframkvæmdir standa yfir næstu daga á Höfn og í Nesjum. 

Tafir og lokanir verða á götum, bílastæðum og göngustígum vegna malbikunarframkvæmda.

Malbikað verður á eftirfarandi svæðum, Nesjahverfið, Tjarnarbrú, Svalbarð, Álaleiru, Júllatún, Miðtún, Víkurbraut við Ekruna og gatnamót við Álaugarveg og Krosseyjarveg og vegur út í Ósland.

Þá verða plön við Ráðhús og Nýheima malbikuð og við nýjan leikskóla Sjónarhól, leiksvæði bak við Hafnarskóla, plan bak við Nettó og planið við Báruna.

Göngustígur við Dalbraut og svæði sem búið er að grafa upp við bryggjuna.

Á Víkurbraut frá Vélsmiðju að Hafnarvog og Óslandsvegi frá Dengsabryggju að Ásgarði verða lokanir tafir á umferð.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem íbúar verða fyrir á framkvæmdartímanum.