Mannauðsstjóri tekinn til starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

2.7.2019

Sverrir Hjálmarsson var ráðin og hefur nú tekið til starfa sem mannauðs- og gæðastjóri hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Um er að ræða nýtt starf sem var ákveðið að auglýsa í kjölfar skýrslu sem unnin var af Capacent um fyrirkomulag stjórnsýslu hjá sveitarfélaginu. Í skýrslunni kom fram skýr skoðun starfsmanna þess efnis að ráða þyrfti mannauðsstjóra til starfa til að aðstoða við mannauðsmál ásamt því að vinna þarf betur að gæðamálum. Sveitarfélagið er að hefja undirbúning að jafnlaunavottun og mun Sverrir fylgja því máli eftir ásamt því að samhæfa verkferla, stefnumótun og fleira. Fyrst um sinn sinnir Sverrir starfinu í fjarvinnu en mun flytjast til Hafnar í lok ágúst.