Menntastefna í kynningu

8.11.2016

Ný menntastefna Sveitarfélagsins hefur verið í mótun undanfarin tvö ár. Að gerð hennar hafa komið tæplega 300 manns og búið er að fjalla um hana í öllum nefndum sveitarfélagsins.

 Fræðslu- og tómstundanefnd ákvað á fundi sínum í gær að birta lokadrög stefnunnar á vefsvæði sveitarfélagsins til þess að gefa íbúum kost á að kynna sér þau og koma með ábendingar og athugasemdir. Drögin er að finna hér , athugasemdir skal senda til fræðslustjóra á netfagnið ragnhildur@hornafjordur.is  og frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. nóvember n.k.