Mikilvæg vetraráminning: Tryggið frágang ruslatunna og flokkið úrgang rétt
Vegna vetraraðstæðna og tíðra hvassviðra vill sveitarfélagið minna íbúa og fyrirtæki á eftirfarandi:
• Tryggið frágang ruslatunna. Tunnur geta fokið upp eða fokið burt sem getur valdið skemmdum og úrgangur á það til að dreifist út um allt.
• Ekki yfirfylla tunnurnar. Ef lokið lokast ekki almennilega getur það auðveldlega fokið upp í hvassviðri og þá getur ruslið fokið út um allt.
• Flokkið úrgang rétt. Vinsamlegast gætið þess að í hverja tunnu fari aðeins réttur úrgangur samkvæmt flokkun. Smá plast og pappi ætti að vera sett í stærri poka áður en það er sett í tunnuna til að koma í veg fyrir að það fjúki bæði við tæmingu og í vindi.
Heimili með umframúrgang eru beðin um að koma honum á flokkunarstöðina við Sæbraut á opnunartíma, eða sækja um stærri tunnu í gegnum Íbúagátt.
Takk fyrir að hjálpa okkur að halda umhverfinu hreinu og snyrtilegu!

