• Myrarslod
  • Myraslod_Kort

Mýrarslóð - opnun gönguleiðar

12.8.2025

Góðar fréttir fyrir útvistarunnendur og göngugarpa.

Fimmtudaginn 14. ágúst verður haldin formleg opnun á gönguleiðinni Mýraslóð (eftir lagfæringar) sem liggur milli Skálafells og Haukafells meðfram jökuljaðri Vatnajökuls á Mýrum. Leiðin, sem er um 20 km löng, er hluti af Jöklaleiðinni (sem verður um 250 km löng), göngu- og hjólastígaverkefni sunnan Vatnajökuls í Sveitarfélaginu Hornafirði. Markmið leiðarinnar er að bjóða upp á vistvæna útivist fjarri umferð þjóðvegarins og styrkja tengsl náttúru, byggða og ferðaþjónustu.

Athöfnin hefst kl. 16:00 við nýja hengibrú yfir Hólmsá, sem nú hefur verið reist á nýjum stað. Þar verður gönguleiðin kynnt og þakkarávarp flutt til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum við uppbyggingu leiðarinnar.

Aðkoma:
Ef komið er á bíl er ekið vegslóða sem liggur milli Hólms og Lambleiksstaða frá þjóðvegi 1. Brúin er staðsett skammt áður en komið er að lóni við Fláajökul.

Myrarslod

Gönguleiðir að brúinni:

  • Frá Haukafelli (að austan): Gangan er 5,1 km og tekur um 1,5–2 klst. Leiðin er greiðfær og brúuð.

Athugið að leiðir að vestan krefjast þess að vaða yfir á:

  • Frá Skálafelli: 14,9 km ganga, um 4,5–5,5 klst.
  • Frá Heinabergslóni: 7,1 km ganga, um 2–2,5 klst.
  • Frá Bólstaðafossi: 4,1 km ganga, um 1–1,5 klst.

Vinsamlegast athugið: Á leiðunum að vestan þarf að fara yfir stórt vað. Mikilvægt er að göngufólk sé búið undir það og meti aðstæður vel.

Við hlökkum til að sjá ykkur og fögnum því að Mýraslóð sé nú orðin aðgengileg almenning.