• Netumferdarskolinn-01.fb

Netumferðaskólinn

Börn og netmiðlar

16.10.2023

Fyrirlestur fyrir foreldra um börn og netmiðla í Vöruhúsinu 23. október

Við vitum öll að hið stafræna umhverfi er í stöðugri þróun og netnotkun verður sífellt stærri hluti af lífi barna. Samhliða aukinni netnotkun eykst mikilvægi þess að allir læri á umferðareglur netsins og hvernig eigi að skilja og greina það sem þar fer fram.

Haldinn verður fyrirlestur um börn og netmiðla fyrir foreldra þann 23. október kl. 16:30 - 17:30 í Vöruhúsinu. Við hvetjum foreldra til að mæta.

Fyrirlesturinn er hluti af aðgerð stjórnvalda í netöryggi og er styrkt af Háskóla-iðnaðar- og nýsköpunaráðaneytinu.

Netumferdarskolinn-02