Niðurstöður skoðanakönnunar

14.12.2016

Niðurstöður skoðanakönnunar um staðsetningu á jólatré á Höfn voru afgerandi, 78 svör bárust flestir vildu hafa jólatréð á miðbæjarsvæði næst á eftir kom Heppu og hafnarsvæðið. Einn svaraði að það skipti ekki máli það koma jól hvort eð er. 

Spurning mánaðarins er á þátttökusíðunni hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Sett hefur verið ný spurning þar sem spurt er, hvenær áramótabrennan eigi að vera. Á sama tíma og áður eða kl. 20:30, kl. 16:00, kl. 17:00, eða kl. 18:00. Íbuar eru hvattir til að segja skoðun sína.