Ný bæjarstórn tekin til starfa

3.6.2022

Miðvikudaginn 1. júní tók ný bæjarstjórn til starfa í Sveitarfélaginu Hornafirði. 

Á fyrsta fundi nýarrar bæjarstjórnar var kosið í bæjarráð og allar nefdir, stjórnir og ráð á vegum sveitarfélagins hægt er að sjá nefdarskipan í fundargerð bæjarstjórnar. 

Sjö aðalmenn eru í bæjarstjórn, Gauti Árnason forseti bæjarstórnar, Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, Björgvin Ó. Sigurjónsson 2. varaforseti bæjarstjórnar, Eyrún Fríða Árnadóttir formaður bæjarráðs, Hjördís E. Olgeirsdóttir, Ásgerður K. Gylfadótttir og Skúli Ingólfsson.  

Nefdir, stjórnir og ráð munu hefja störf í júní og í júlí munu þær taka sumarfrí eins og bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn veitti bæjarráði framsal til afgreiðslu mála þar til bæjarstjórn hefur störf í ágúst bæjarráð mun funda annan hvorn fimmtudag fram í ágúst.