Ný fræðsluskilti um örnefni

3.6.2022

Sett hafa verið upp skilti við Náttúrustíginn og á Ægissíðu þar sem finna má örnefni í umhverfi Hafnar.

Síðastliðið sumar hóf Menningarmiðstöðin, með hjálp Náttúrustofu Suðausturlands upplýsingasöfnun á helstu örnefnum þeirra eyja og fjalla sem sjást frá Höfn, í þeim tilgangi að koma þeim á framfæri og ekki síst til varðveislu þeirra. 

Í nóvember s. l. voru nöfnin skráð og afraksturinn hafður til sýnis á bókasafninu. Þar höfðu bæjarbúar og aðrir kost á því að skoða skiltin og leiðrétta eða bæta inn örnefnum. Nú hefur skiltunum verið komið fyrir á þeim stað sem þeim var ætlaður og má finna þau við göngustíginn við Leiðarhöfða, Heilsugæsluna og á Ægissíðu. Þessi vegferð var fræðandi og skemmtileg fyrir starfsfólk og vel stutt af Kristjáni S. Guðnasyni fyrrverandi formanni atvinnu- og menningarmálanefndar.

Bestu þakkir færum við þeim sem að verkinu komu.

Starfsfólk Menningarmiðstöðvarinnar.