Nýir viðtalstímar hjá umhverfis- og framkvæmdasviði
Til að tryggja að starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs geti sinnt erindum ykkar af fullum krafti og auka skipulag á samskiptum, höfum við ákveðið að taka upp fasta viðtalstíma fyrir íbúa.
Viðtalstímar verða haldnir tvisvar í viku á skrifstofum starfsmanna:
- Á þriðjudögum milli kl. 10:00 og 12:00.
- Á fimmtudögum milli kl. 10:00 og 12:00.
Vinsamlegast athugið: Þessir viðtalstímar eru eingöngu ætlaðir fyrir íbúa. Verktakar geta áfram leitað til starfsmanna hvenær sem er.
Starfsmenn og verkefni
Við hvetjum íbúa til að leita til viðeigandi starfsmanns á viðtalstíma eftir eðli erindisins:
- Skipulagsfulltrúi: sér um skipulagsmál og framkvæmdarleyfi
- Byggingarfulltrúi: byggingarleyfi, stöðuleyfi, tilkynningar um framkvæmd, eignaskiptayfirlýsingar og skráning fasteigna.
- Umhverfisfulltrúi: tekur á umhverfismálum, úrgangsmálum, umgengni opinna svæða, dýrahaldi og refa- og minkaveiðum
- Verkefnastjóri umhverfis- og skipulags: lóðarúthlutanir, lóðarleigusamningar, landskipti og merkjalýsingar, ásamt áætlunum um útivistarsvæði sveitarfélagsins og leikvelli.
- Sviðsstjóri: Tekur á ýmsum almennum málum.
Við hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum ykkur til að nýta ykkur þessa nýju tíma!

