Nýtt raðhús í Öræfum

5.4.2019

Þann 3. apríl s.l. tók Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri við lyklum af þremur íbúðum í raðhúsi úr hendi Gunnars Gunnlaugssonar eiganda verktakafyrirtækisins Mikael.

Raðhúsið er staðsett við Borgartún en það er nýtt hverfi sem skipulagt hefur verið við Hofgarði í Öræfum. Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólanum í Hofgarði en erfitt hefur verið að manna stöður við skólann vegna skorts á húsnæði.