Nýtt símanúmer velferðarsviðs
Frá og með mánudeginum 19. janúar n.k. verður hægt að hafa beint samband við afgreiðslu velferðarsviðs í Miðgarði. Síminn er opinn frá 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 9:00-13:00 á föstudögum.
Nýtt símanúmer velferðarsviðs er 470-8011. Áfram er hægt að hafa samband í gegnum 470-8000 og fá samband við afgreiðslu velferðarsviðs.
Afgreiðsla velferðarsvið þjónustar báðar stoðir velferðarsviðs, fjölskyldu- og félagsþjónustu og stuðnings- og virkniþjónustu. Allar beiðnir um viðtöl og þjónustu fara því í gegnum hana t.d. pantanir í akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks, viðtalsbeiðnir til ráðgjafa, fjárhagsaðstoð, sérstakur húsnæðisstuðningur eða umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði.
Þá minnum við á að einnig er hægt að hafa samband við velferðarsvið með því að senda erindi á velferd@hornafjordur.is
Það er von okkar að með þessu verði þjónusta velferðarsviðs við íbúa sveitarfélagsins skilvirkari og boðleiðir skýrari.

