Opin fundur um umferðarhraða

21.2.2018

Opin fundur um umferðaröryggi- og umferðarhraða í þéttbýli.

Umhverfisnefnd boðar til fundar að Hótel Höfn þann 27. febrúar kl. 19:30 um umferðaröryggisáætlun og breytingar á umferðarhraða innanbæjar.

Nefndin hefur lagt til í nýrri umferðaröryggisáætlun, að við íbúagötur verði hámarkshraði lækkaður niður í 30. km. á klst. en við stofnbrautir verði hámarkshraði 50 km. á klst.

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn kynna sér málið og segja skoðun sína á málinu.