Opnir kynningarfundir vegna uppbyggingar í Össurárdal

Mánudaginn 29. júlí kl. 12:00 í Nýheimum og kl. 15:30 í fundarhúsi Lónmanna.

29.7.2019

Mánudaginn 29. júlí n.k. verða aðstandendur verkefnisins, Áslaug Magnúsdóttir og Jakob Frímann Magnússon, með opna kynningarfundi á fyrirhugaðri uppbyggingu í landi Svínhóla við Össurárdal. Að kynningu lokinni verður boðið upp á spurningar og spjall ásamt léttum veitingum. Allir velkomnir.

Nýheimum kl. 12:00.                                                                                                                    Fundarhúsi Lónmanna kl. 15:30.