Óskað eftir tilboði í rekstur á líkamsræktarstöð á Höfn

21.7.2022

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir áhugasömum og metnaðarfullum aðila til að bjóða í rekstur líkamsræktarstöðvar á Höfn frá og með 1. september 2022 til næstu tveggja ára með möguleikum á framlengingu. Stöðin skal bjóða upp á alhliða líkamsrækt fyrir öll aldursstig. 

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir áhugasömum og metnaðarfullum aðila til að bjóða í rekstur líkamsræktarstöðvar á Höfn frá og með 1. september 2022 til næstu tveggja ára með möguleikum á framlengingu. Stöðin skal bjóða upp á alhliða líkamsrækt fyrir öll aldursstig.

Sveitarfélagið leigir húsnæði að Álaugareyjarvegi 7 þar sem starfrækt hefur verið líkamsæktarstöð síðustu ár. Rekstraraðilar sjá um allan rekstur á húsnæðinu en sveitarfélagið leggur tæki til rekstursins eftir samkomulagi.

Tilboð skilist inn fyrir 7. ágúst til Þórgunnar Torfadóttur sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs hjá Sveitarfélaginu Hornafirði thorgunnur@hornafjordur.is sem einnig veitir frekari upplýsingar.