Ósland - fólkvangur

25.11.2020

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnar, og sveitarfélagsins Hornafjarðar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Ósland.

Drög að áætluninni eru hér með lögð fram til kynningar.
Fólkvangurinn Ósland var friðlýstur árið 1982, friðlýsingin var endurskoðuð árið 2011 með auglýsingu nr. 264/2011. Ósland er eyja með landbrú við Höfn í Hornafirði.
Þar finnast leirur með miklu fuglalífi. Í Óslandi má sjá basaltafsteypur af trjám sem þar hafa lent í hrauni. Stærð fólkvangsins er 16,9 ha.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Ósland er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við rétthafa lands og sveitarfélag
og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Óslands
og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt aðgerðaáætlun.

Hér að neðan má sjá stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið auk auglýsingar um friðlýsingu svæðisins. 

Stjórnunar- og verndaráætlun Ósland
Auglýsing nr 264-2011

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum fyrir Ósland er til 12. janúar 2021
Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita Þórdís Björt Sigþórsdóttir thordiss@ust.is og Magnús Freyr Sigurkarlsson magnus.freyr.sigurkarlsson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.