Páskaglaðningur

3.4.2020

Bæjaráð samþykkti að senda páskaglaðning í þakklætisskyni til þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem sinna kennslu og ummönnun barna, ummönnun veikra og fatlaðra og hafa staðið í eldlínunni í þeim faraldri sem nú gengur yfir af völdum Covid-19. 

Þessir hópar starfsfólks sinna okkar viðkvæmustu íbúum af mikilli elju og alúð og er þeim þakkað sérstaklega fyrir. Páskaeggin eru handunnin frá Mosfellsbakarí.  

Sveitarfélagið óskar öllum íbúum og starfsfólki gleðilegra páska og hvetur alla að fara að gát.