Persónuverndarfulltrúi

18.9.2020

Karl Hrannar Sigurðsson er nýr persónuverndarfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Karl Hrannar Sigurðsson starfar á lögmannstofunni SEKRETUM ehf. og er annar eigandi stofnunnar. 

Karl lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann lagði sérstaka áherslu á persónuvernd. Hann skrifaði jafnframt meistararitgerð um starf og hlutverk persónuverndarfulltrúa. Undanfarin ár hefur Karl aðstoðað fjölda fyrirtækja og sveitarfélaga við að uppfylla kröfur nýrra persónuverndarlaga.

Hægt er að senda fyrirspurnir er varða persónuverndarmál sveitarfélagsins og starfsmanna þess til persónuverndarfulltrúa á netfangið personuvernd@hornafjordur.is.

Við bjóðum Karl velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins.