Ráðgjafi frá Velferðarsviði verður viðstaddur í Hofgarði

26.9.2025

Ráðgjafi frá Velferðarsviði Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður viðstaddur í Hofgarði í Öræfum fimmtudaginn 2.október frá 12-17. 

Hvert viðtal er milli 30-40 mínútur og eru viðtalsbókanir í gegnum svanfridur@hornafjordur.is

Hægt er að fá samtal vegna öldrunarmála, málefni fatlaðra, félagslega ráðgjöf sem og almenna geðheilbrigðisráðgjöf. Öllum er frjálst að mæta og öll eruð þið velkomin ykkur að kostnaðarlausu.

Fullum trúnaði heitið.

Ráðgjafi fjölskyldu-og félagsþjónustu hjá Sveitarfélaginu Hornafirði heitir Svanfríður Arnardóttir með MS í geðheilbrigðisráðgjöf og löggildingu sem þerapisti.