Rafmagnstruflanir þriðjudaginn 10. apríl

9.4.2018

Rafmagnslaust verður frá Jökulsárlóni að Hnappavöllum og hætta á rafmagnstruflunum annarsstaðar á svæðinu frá Smyrlabjörgum að Skaftafelli þriðjudaginn 10. apríl frá kl. 14:00 til kl. 16:00 vegna vinnu við háspennukerfi RARIK.

Ef eitthvað fer úrskeiðis við framkvæmd, getur orðið samfellt rafmangsleysi frá Jökulsárlóni í Skaftafell frá 14:00 til 16:00. En frá Smyrlabjörgum til Reynivalla frá 14:00 til 15:00.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.