Regnbogagangbraut á Höfn

10.8.2018

Í tilefni Hinsegindaga sem standa yfir um helgina var máluð Regnbogagangbraut við miðbæ Hafnar.

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar stóð fyrir viðburðinum og hvatti alla til að koma og mála sér til ánægju. Bæjarstjóri sveitarfélagsins og bæjarfulltrúar máluðu hver sinn lit ásamt fulltrúum ungmennaráðs.