Regnbogastígurinn fær nýtt líf fyrir Hinsegin daga
Í tilefni Hinsegin daga ákváðu Fræðslu- og frístundasvið, í samstarfi við Vinnuskóla Hornafjarðar, að gefa regnbogastígunum okkar ferskara yfirbragð.
Fjöldi einstaklinga mætti á svæðið til að leggja hönd á plóg og skapaðist mikil gleði og góð samvera á meðan verkið stóð yfir. Við hvetjum alla til að flagga gleðifánanum um helgina og sýna þannig samstöðu og stuðning við fjölbreytileikann í samfélaginu okkar.
Linkur á heimasíðu Hinsegin daga