REKO Austurland afhent í fyrsta skipti

20.2.2019

Hvað er REKO ? Hugmyndafræðin er finnsk og gengur út á að nýta rafræna tækni, Facebook-hópa, til að tengja saman framleiðendur og kaupendur.

Markmiðin er að vekja athygli á staðbundinni matvælaframleiðslu og tryggja bændum og framleiðendum meiri arð af framleiðslu sinni með að sleppa milliliðum. Matvælaframleiðendur á tilteknu svæði ákveða með sér afhendingarstað og stund og stofna um það “viðburð” þar sem þeir gefa upp hvaða vörur verða til sölu og á hvað verði.

Neytendur panta svo frá hverjum og einum það sem þeim lýst a og greiða vörunnar fyrirfram. Síðan sækja þeir vörurnar sínar á fyrirfram ákveðnum stað og tíma.

Þetta er opið öllum sem hafa áhuga á að kaupa eða selja vörur beint frá bónda eða frá fystu hendi. Fyrir framleiðendur og neytendur er þetta mjög gott fyrirkomulag þar sem framleiðendur taka eingöngu til og flytja það sem búið er að selja, sem tryggir gæði vörunna og neytandur nálgast vörur allra framleiðenda á einum stað.

REKO austurland er hópur framleiðenda frá Hornafirði til Vopnafjarðar og verða afhendingar til skiptis víða á svæðinu. Fyrsta afhending REKO Austurland var haldin laugardaginn 2. febrúar sl. á Egilsstöðum. Þangað mættum við þrjú af fjórum hornfirskum framleiðendum sem tóku þátt.

Alls voru afhentar yfir 150 pantanir frá 9 framleiðendum. Allir voru sammála um að vel hafi tekist til. Það var mjög skemmtileg stemning í þennan stutta tíma. Fólk hittist ekki bara til að sækja og afhenda heldur líka til að spjalla og kynna sér þetta nýja fyrirkomulag.

Næsta afhending REKO Austurland verður laugardaginn 23. febrúar á Hornafirði. Við hverjum alla að fylgjast með á facebook og nýta sér þetta tækifæri til að versla við marga mismunandi framleiðendur.

Anna Sævarsdóttir, Birta Gunnarsdóttir og Lovísa Bjarnadóttir.