Rithöfundakynning

30.11.2016

Síðastliðið mánudagskvöld  var haldin hin árlega rithöfundakynning í Nýheimum. 

Síðastliðið mánudagskvöld  var haldin hin árlega rithöfundakynning í Nýheimum. Þar voru mættir sex höfundar og upplesarar og reið Hjördís Skírnisdóttir á vaðið með lestri úr bókinni Hákon Finnsson - Frá Brekkum á Rangárvöllum að Borgum í Hornafirði, sem fjallar um afa hennar, á eftir fylgdi Ragnhildur Guðný Guðmundsdóttir sem las ljóð úr bókinni Umrót eftir hornfirðinginn Huldu Sigurdísi Þráinsdóttur, svo kom séra Sváfnir Sveinbjarnarson og las úr nýútgefinni bók sinni Á meðan straumarnir sungu. Eftir hlé lásu þær Steinunn Sigurðardóttir og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, valda kafla úr bókinni Heiða - fjalldalabóndinn og að lokum las Bjarni Harðarson upp úr bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, Forystufé, en Bjarni stóð að endurútgáfu hennar í haust. Einnig komu fram nemendur frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu, þær Anna Lára og Alexandra léku fyrir okkur á píanó og þverflautu. Kvöldið var einstaklega vel heppnað í alla staði og fjöldi manns mætti. Menningarmiðstöð Hornafjarðar vill þakka upplesurum, gestum og tónlistarmönnunum kærlega fyrir.