Römpum upp Ísland á Höfn

22.7.2022

Þann 9. Júní samþykkti bæjarráð að veita verkefninu Römpum upp Ísland 400.000 kr styrk. 

Verkefnið er átaksverkefni sem fellst í að setja rampa fyrir hjólastóla á sem 1.000 staði á Íslandi. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. 

Síðastliðnar vikur hafa starfsmenn sveitarfélagsins mælt fyrirtæki eftir stöðluðum verkferlum verkefnisins og völdu sex fyrirtæki. 

Starfsmenn verkefnisins Römpum upp Ísland hafa verið á Höfn undafarna daga og sett rampa við þessi fyrirtæki. Svo heppilega vill til að áttugasti rampr verkefnisins var settur upp hjá veitingastaðnum Úps.

Að þessu tilefni var hátíðleg athöfn við fyrirtækið Úps 21 júlí , þar sem Sigurjón Andrésson bæjarstjóri flutti erindi og Ægir Þór Sævarsson klippti á borða og vígði rampinn, Björg Blöndal og Þorkell Ragnar Grétarsson fluttu fallegt tónlistaratriði.  Í lok athafnarinnar dönsuðu allir viðstaddir fyrir Dancing for Duchenne.