Samstarf um auknar eldvarnir

4.6.2020

Sveitarfélagið Hornafjörður skrifaði undir samkomulag við Eldvarnarbandalagið miðvikudaginn 3. júní, um samstarf um aukningu eldvarna og innleiðingu á eigin eldvarnareftirlits.

Markmiðið er að efla eldvarnir í stofnunum sveitarfélagsins og á heimilum starfsfólk. Það er gert með því að hafa samstarf um innleiðingu og framkvæmd eigin eldvarnareftirlits hjá sveitarfélaginu og fræðslu fyrir eldvarnafulltrúa og starfsfólk. Fræðslan nær til eldvarna á vinnustaðnum og heimilum starfsmanna. Samstarfið felur einnig í sér aukið öryggi og eldvarnir vegna logavinnu ásamt því að eldvarnarbandalagið lætur í té fræðsluefni, leiðbeiningar, gátlisti o.fl. til að framfylgja eldvarnareftirliti. Áætlað er að fara af stað næsta haust og mun formlegt samstarf vara í eitt ár. Að þeim tíma liðnum verður árangur metinn og niðurstöður teknar saman í greinargerð og sameiginlegu árangursmati samningsaðila. Sveitarfélagið þakkar Eldvarnarbandalaginu fyrir hvatninguna og hlakkar til samstarfsins á komandi vetri.