Sindri Örn nýr forstöðumaður Vöruhússins

3.1.2023

Sveitarfélagið Hornafjörður býður Sindra Örn Elvarsson velkominn í starf forstöðumanns Vöruhússins á Höfn í Hornafirði en hann tekur við starfinu af Vilhjálmi Magnússyni sem farinn er í eins og hálfs árs námsleyfi

Sveitarfélagið Hornafjörður býður Sindra Örn Elvarsson velkominn í starf forstöðumanns Vöruhússins á Höfn í Hornafirði en hann tekur við starfinu af Vilhjálmi Magnússyni sem farinn er í eins og hálfs árs námsleyfi.  

Vöruhúsið er vettvangur þverfaglegrar samvinnu, þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt aðstöðu, sótt þekkingu og treyst tengslanet sitt á sviði sköpunar.

Meginmarkmið Vöruhússins eru;

· Að efla verkþekkingu og menntun í verk- og tæknigreinum

· Að efla kennslu og nám í list- og verkgreinunum á grunn- og framhaldsskólastigi

· Að styðja við starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar

· Að vera opinn vettvangur til sköpunar

· Að vera brú milli kynslóða

· Vinna að þróun í miðlun þekkingar

· Hanna og þróa rýmið svo það styðji sem best við þverfaglega samvinnu

· Mynda tengslanet við önnur svæði bæði innanlands og erlendis

· Efla skapandi þátt nýsköpunar í samfélaginu