Sinfóníuhljómsveit Íslands á Höfn
Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur til Hornafjarðar og leikur fyrir tónleikum í íþróttahúsi Hafnar miðvikudagskvöldið 30. apríl klukkan 19:00.
Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir tónskáld á borð við Verdi, Rossini, Beethoven, Sigvalda Kaldalóns og Atla Heimi Sveinsson. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen og einsöngvari er Jóhann Kristinsson barítónsöngvari. Með þeim stíga á svið heimafólk en Karlakórinn Jökull, Kvennakór Hornafjarðar, Samkór Hornafjarðar og Gleðigjafar taka þátt í flutningnum.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir!