Sinubrenna

4.5.2020

Vakin er athygli á því að brenna sinu er óheimilt, sýsumenn veita leyfi til sinubrennu skv. lögum um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. 

Vegna tíðra útkalla slökkviliðs Hornafjarðar vegna sinubruna er vakin athygli á að óheimilt er að brena sinu. Undanþága er eingöngu veitt ábúendum eða eigendum jarða á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður, þeim er heimilt að brenna sinu á tímabilinu 1. apríl til 1. maí ár hvert samkvæmt skriflegu leyfi sýslumanns enda sé tilgangurinn rökstuddur og augljósir hagsmunir vegna jarðræktar eða búfjárræktar.

Aldrei má brenna sinu þar sem almannahætta stafar af eða tjón getur hlotist af á náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri, skógi eða mannvirkjum. 

Er það tilmæli frá Slökkviliðsstóra að farið verði eftir ofangreindu ákvæði í lögum og að náttúru og dýraríki beri ekki skaða af einhverskonar fikti með óvarin eld.