Skipulagslýsing vegna endurskoðunar deiliskipulags í Krossey á Höfn

8.8.2023

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 27. júlí 2023 að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhugað er að gera breytingar á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Krossey á Höfn í Hornafirði. Breytingar ná m.a. til umferðarskipulags, lóðamarka, byggingarreita, almennra skilmála sem og sérskilmála fyrir einstaka lóðir. Þar sem fyrirhugaðar breytingar eru talsvert margar var sú ákvörðun tekin að taka deiliskipulagið til endurskoðunar í heild sinni. Meginmarkmið með endurskoðun deiliskipulagsins er að tryggja skilvirka nýtingu lands og markvissa uppbyggingu á hafnarsvæðinu.

Skipulagslýsingin verður aðgengileg í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. ágúst 2023

Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt gegnum skipulagsgátt.
Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar