• Hornafjörður

Skrifstofuaðstaða á Höfn í Hornafirði - störf án staðsetningar

6.10.2020

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur hug á að skapa vettvang fyrir aðila sem hafa áhuga á að hefja starfsemi á Höfn í Hornafirði.

Um er að ræða sameiginlega skrifstofuaðstöðu með aðgengi að kaffistofu og fundaraðstöðu. Aðstaðan hæfir jafnt fyrir ný störf sem og eldri sem unnin geta verið án staðsetningar.

Sveitarfélagið Hornafjörður er líflegt og fjölskylduvænt samfélag í fallegu umhverfi. Sveitarfélagið býður upp á hátt þjónustustig og fjölbreytt menningarlíf fyrir unga sem aldna.

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við Árdísi Ernu Halldórsdóttur í netfangið ardis@hornafjordur.is fyrir nánari upplýsingar um leiguverð og annað fyrirkomulag.

Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.