Skúli ráðinn bæjarverkstjóri

17.8.2017

Starf bæjarverkstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar var auglýst í júlí, Skúli Ingólfsson var ráðin í starfið.

Skúli er fæddur 1966 og býr á Höfn ásamt eiginkonu sinni Guðbjörgu Ómarsdóttur, saman eiga þau tvö uppkomin börn. Skúli hefur starfað sem vaktstjóri hjá Skinney Þinganes hf. síðastliðin ár. 

Bæjarverkstjóri hefur yfirumsjón með daglegum rekstri áhaldahúss sveitarfélagsins og sér um starfsmannamál. Hefur einnig umsjón með opnum svæðum, götum, gangstéttum og götulýsingu. Annast framkvæmdir og eftirlit hjá Hornafjarðarveitum. Vinnur að stefnumótun í sorp og endurvinnslu í samstarfi við umhverfisfulltrúa. Samskipti við verktaka vegna verkefna sem tengjast stofnunum í hans umsjá.