Snjór og hálka

16.1.2019

Undanfarna daga hefur ríkt hér sannkallað vetrarríki, þó það sé nú reyndar ekki mikið á mælikvarða annarra landsmanna.

Snjómokstur er þess eðlis að erfitt er að gera þar öllum til hæfis en óhætt er að segja að starfsmenn áhaldahúss hafa gert sitt besta. Á kortasjá sveitarfélagsins má sjá skipulag snjómoksturs á Höfn.

Við aðstæður sem þessar þurfa allir að fara varlega, sýna tillitssemi í umferðinni og vera sérstaklega vel útbúnir til gönguferða í hálkunni. Minnt er á að mannbroddar og göngugormar eru nauðsynlegir í færð eins og núna er.