Söfnun á heyrúlluplasti 23. - 27. janúar - Skráning

11.1.2023

Dagana 23. - 27. janúar verður heyrúlluplast sótt í dreifbýli en nauðsynlegt er að skrá sig til að nýta þjónustuna.

Ef veður leyfir mun Funi ehf. sækja heyrúlluplast í dreifbýli síðustu vikuna í janúar bændum að kostnaðarlausu. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að senda nafn tengiliðs, símanúmer og heimilisfang / bæjarnafn á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is eða hafa samband í síma 470-8000 í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 20. janúar.

Funi hefur samband við þá sem skrá sig áður en bíllinn kemur í hlað en bændur sjá sjálfir um að koma heyrúlluplastinu í gám fyrirtækisins.

Það er mikilvægt að í förmunum sé aðeins hreint heyrúlluplast og að það sé laust við aðskotahluti s.s. hey, baggabönd og net. Heimilt er að skilja plast eftir sem fullnægir ekki þessum skilyrðum.

Gott er að venja sig á að hrista hey og önnur óhreinindi úr plastinu áður en gengið er frá því. Óhreint plast hentar ekki til endurvinnslu og endar því með almennu sorpi í urðun í Lóni með tilheyrandi kostnaði.

Söfnuðu heyrúlluplasti er komið á söfnunarstöðina á Höfn þar sem það er baggað og sent til Pure North ehf. í Hveragerði sem endurvinnur plastið að fullu.

Fyrir frekari upplýsingar um söfnunina má hafa samband við Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóra umhverfismála, í síma 470-8007.