Söfnun á heyrúlluplasti 26. - 30. júní- Skráning

20.6.2023

Dagana 26. – 30. júní mun Funi ehf. sækja heyrúlluplast í dreifbýli. Þjónustan er bændum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig hjá sveitarfélaginu til að nýta þjónustuna. 

Þeir sem vilja að heyrúlluplast sé sótt til þeirra eru beðnir um að senda nafn tengiliðs, símanúmer, netfang og heimilisfang / bæjarnafn á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is eða hafa samband í síma 470-8000. Frestur til að senda inn söfnunarbeiðni rennur út sunnudaginn 25. júní.

Netföng verða notuð til að búa til póstlista og verða tilkynningar um fyrirhugaðar safnanir sendar á póstlistann.

Funi hefur samband við þá sem skrá sig áður en bíllinn kemur í hlað en það er mikilvægt að í förmunum sé aðeins hreint heyrúlluplast. Plastið skal vera laust við aðskotahluti s.s. hey, baggabönd og net. Verktaka er heimilt að skilja plast eftir sem fullnægir ekki þessum skilyrðum.

Gott er að venja sig á að hrista hey og önnur óhreinindi úr plastinu áður en gengið er frá því. Óhreint plast hentar ekki til endurvinnslu og endar því með almennu sorpi í urðun í Lóni með tilheyrandi kostnaði.

Söfnuðu heyrúlluplasti er komið á söfnunarstöðina á Höfn þar sem það er pressað í bagga og sent til Pure North ehf. í Hveragerði. Fyrirtækið endurvinnur plastið að fullu og gerir m.a. úr því girðingarstaura.

Söfnunin er viku seinna en samkvæmt sorphirðudagatali og er beðist velvirðingar á því. Fyrir frekari upplýsingar um söfnunina má hafa samband við afgreiðslu í síma 470-8000.