Söfnun á landbúnaðarplasti

8.2.2018

Söfnun á landbúnaðarplasti hefst þann 9. febrúar og stendur yfir fram yfir 2. mars.

Til stendur að safna rúlluplasti neðangreinda daga.

  • Öræfi                    9. febrúar
  • Suðursveit          23. febrúar
  • Mýrar                   28. febrúar
  • Nes                       1. mars
  • Lón                        2. mars

Sem fyrr er ætlast til að plastið sé hreint, án banda eða nets. Það þarf ekki að minnast á aðra aðskotahluti t.d. hey eða hálm.

Tómir áburðapokar verða teknir ef óskað er eftir því, þeir þurfa að vera í sér pakka, t.d. í einum sekk. Sama á við um net og bönd.

Bílstjóra er heimilt í samráði við bónda að meta hreinleika plastsins. Ef plastið er metið óhæft til böggunar, ber bílstjóra að vigta og viðkomandi bóndi þá að greiða fyrir förgun. 26 kr.pr. kg. án VSK eða að greiða fyrir hreinsun 5.500 kr.pr.klst. án VSK.

Ef bændur óska ekki eftir að plastið verði sótt, vinsamlega sendið Birgi skilaboð á netfangið birgira@igf.is