Sögustund á bókasafninu

31.10.2017

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar hefur ákveðið að endurvekja sögustundir á Bókasafninu.

Frumraunin var á laugardaginn síðastliðinn og tókst sú stund einstaklega vel. Vel var mætt og voru 26 krakkar að hlýða á sögurnar þegar mest var.

Við höfum því tekið þá ákvörðun að halda áfram og verður reynt að halda Sögustundirnar annan hvern laugardag, næst verður því lesið 11. og 25. nóvember og svo verður jólaþema á Sögustund 16. desember.

Við auglýsum svo Sögustundirnar á nýju ári þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá sem flesta


-Starfsfólk Menningarmiðstöðvarinnar