Sóknarnefnd þakkar sveitarfélaginu

15.12.2016

Í tilefni 50 ára vígsluafmælis Hafnarkirkju komu Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar og Örn Árnason meðhjálpari með þakklætisvott frá kirkjunni. 

Þeir færðu Birni Inga bæjarstjóra fyrir hönd bæjarstjórnar þakkir kirkjunnar fyrir stuðning vegna vígsluafmælisins og stækkunar á kirkjugarðinum og þökkuðu fyrir gott samstarf á liðunum árum.