Söngvakeppnin í Sindrabæ

1.2.2017

Þann 25. janúar síðastliðinn var haldin söngvakeppni á vegum nemenda í 8.-10. bekk Heppuskóla. 

 

Um er að ræða forkeppni fyrir SamAust söngvakeppnina sem fram fer á Fáskrúðsfirði þann 10. Febrúar. Alls tóku þátt sjö nemendur úr Heppuskóla, þannig að enginn skortur er á hæfileikum þar á bæ. Húsið var vel pakkað af fjölskyldu og vinum. Dómnefnd valdi sigurvegara í þrjú efstu sætin:

1. Sæti – Hafdís Ýr Sævarsdóttir með lagið Hollow eftir Tori Kelly

2. Sæti – Angela Rán Egilsdóttir og Dagmar Lilja Óskarsdóttir söng lagið Stay With Me eftir Sam Smith

3. Sæti – Steinunn Erla Jónsdóttir með lagið DNA eftir Lia Marie Johnson


Öll atriðin halda áfram og taka þátt í SamAust söngvakeppninni, sem haldin er 10. febrúar. Þeir sem hreppa tvö fyrstu sætin í SamAust taka síðan þátt í Söngvakeppni Samfés.

Aðstandendur söngvakeppninnar vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til allra dómara söngvakeppninnar: Ernu Gísladóttur, Kristjóns Elvarssonar, Salóme Morávek og Vilhjálmi Magnússyni. Einnig viljum við þakka Sigga Palla tónmenntakennara fyrir sérstaka aðstoð við keppendur og Jóhann Morávek, skólastjóra Tónskólans Austur-Skaftafellssýslu, fyrir afnot af Sindrabæ fyrir tónleikahald.