Staðan í dag 1. apríl – Covid-19

1.4.2020

Sveitarfélaginu hafa borist þau skilaboð frá Almannavörnum og sóttvarnalækni að heimilt er að birta heildartölur smitaðra og þeirra sem eru í sóttkví í sveitarfélaginu.

Samkvæmt upplýsingum af www.covid.is eru staðfest smit nú orðin 1.220 á Íslandi og fjölgað þeim um 74 síðasta sólahring sem er meiri aukning en síðustu daga.

Sveitarfélaginu hafa borist þau skilaboð frá Almannavörnum og sóttvarnalækni að heimilt er að birta heildartölur smitaðra og þeirra sem eru í sóttkví í sveitarfélaginu.

Ég hef orðið vör við mikla óánægju vegna þessa á meðal íbúa, tekin var ákvörðun um að fylgja leiðbeiningum yfirvalda með upplýsingagjöfina þó svo að önnur sveitarfélög hafi ekki fylgt þeim tilmælum.

Það er ánægjulegt að get upplýst íbúa um rauntölur. Líkt og komið hefur fram í fyrri pistlum mínum þá er ástandið í Sveitarfélaginu Hornafjörð enn stöðugt, heildarfjöldi þeirra sem eru smitaðir eru 6 og 48 eru í sóttkví.

Það er stefnt að því að allar upplýsingar fyrir byggðarlög verði birt á covid heimasíðunni, þangað til verður haldið áfram að birta tölur á heimasíðu sveitarfélagsins. Búast má við að tölur breytist þar sem margir eru að útskrifast úr einangrun og sóttkví.

Allt bendir til þess að samkomubannið verði framlengt út apríl mánuð og minni ég íbúa að fylgja því og gera eins og Víðir leggur til, „ferðumst innanhús um Páskana“.

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri