Stiga golf
Nýung á Ekrusvæðinu
Örn Þór Þorbjörnsson (Öddi Tobba) hefur að undanförnu unnið að hönnun og smíðum á grindum til að stunda stiga golf og hefur nú afhent heldri Hornfirðingum eina slíka grind og komið fyrir á Ekrusvæðinu. Stiga golf er vinsæll og skemmtilegur sumarleikur sem hentar vel úti við í góðu veðri. Hann snýst um að kasta kúlnapari af tilteknum lit á grind með þremur þrepum og fá kúlurnar til að vefja sig fastar á grindina í réttu þrepi. Hvert þrep gefur mismörg stig og sá sem fyrstur nær 21 stigi vinnur.
Félag eldri borgara á Hornafirði ætlar að finna út úr því hvar böndin verða geymd en hér er hægt að nálgast reglurnar í stiga golfi. Til stendur að setja QR kóða á grindina þar sem hægt verður að sjá reglurnar og væntanlega þá einnig leiðbeiningar um hvar böndin er að finna.
Frábært framtak hjá Ödda sem á eftir að nýtast bæjarbúum vel og styðja við útivist, hreyfingu, leik og gleði gesta og gangandi. Takk Öddi.