Stóra upplestrarkeppnin

13.3.2019

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram að þessu sinni í Hafnarkirkju þann 11. mars sl.

Keppendur voru alls 16 og komu þrettán frá Grunnskóla Hornafjarðar og þrír frá Djúpavogsskóla. Keppendur stóðu sig öll vel og var unun að hlýða á lesturinn. Sigurvegari keppninnar var Arna Lind Kristinsdóttir, í öðru sæti var Elín Ása Hjálmarsdóttir og í þriðja sæti var Guðmundur Reynir Friðriksson öll úr Grunnskóla Hornafjarðar. Dómnefnd skipuð þau Ragnhildur Jónsdóttir formaður dómnefndar, Hlíf Gylfadóttir, Kristófer Dan Stefánsson, Stefán Sturla Sigurjónsson og Þórður Sævar Jónsson. Kynnir á keppninni var Stígur Aðalsteinsson nemandi í 8.bekk Grunnskóla Hornafjarðar. Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu sá um tónlist og foreldrar í 7. bekk sáu um veitingar sem voru í boði skólaskrifstofu.

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju.