Stuðningsfjölskylda
Félagsþjónusta Hornafjarðar auglýsir eftir stuðningsfjölskyldum sem boðið geta barni inn á heimili sitt einn til fjóra sólarhringa í mánuði í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu og styrkja stuðningsnet barnsins. Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og barnaverndarlaga.
Fyrir nánari upplýsingar má senda tölvupóst á velferd@hornafjordur.is eða hringja í síma 470-8000.