Styrkumsóknir fyrir árið 2023

11.11.2022

Þeir sem vilja senda inn styrkumsókn vegna viðburða eða reksturs félagsamtaka þurfa að skila umsóknum fyrir 11. desember.

Styrkumsókn þarf að fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, og upplýsingar um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári.

Styrkumsóknir eru aðgengilegar á íbúagátt sveitarfélagsins http://ibuagatt.hornafjordur.is, þar er hægt að fylla út eyðublöð og hlaða inn viðhengjum með umsókn, einnig er hægt að senda umsókn til afgreiðslu sveitarfélagsins á afgreidsla@hornafjordur.is.