Svefn er undirstaða alls
Íþróttavika Evrópu
Allir vita hvað svefn skiptir miklu máli og allir vilja eiga gæða svefn á nóttunni. Þess njóta þó ekki allir og margir fá of lítinn svefn. Á miðvikudaginn næsta verður Erla Björnsdóttir sérfræðingur í svefni með nokkur fræðsluerindi hér á Höfn um svefn þar sem hún fjallar bæði um mikilvægi hans en einnig fer hún yfir hagnýtar lausnir við svefnvanda.
Kl. 9:50 Fræðsla fyrir 5.-7. bekk og foreldra í Nýheimum.
Kl. 11:00 Fræðsla fyrir 8.-10. bekk og foreldra í Nýheimum.
Kl. 14:30 Fræðsla fyrir eldri borgara og áhugasama um svefn og heilsu á efri árum.
Kl. 16:00 í Nýheimum. Almenn fræðsla um svefn og svefnráð með sérstakri áherslu á svefn og kvenheilsu.
Fræðsla Erlu er hluti af fræðsludagskrá í tilefni af Íþróttaviku Evrópu og verða hægt að skrá sig á erindin fyrir eldri borgara og almenna fræðsluna á teams með því að senda póst á thorgunnur@hornafjordur.is.