Sveitarfélagið auglýsir stöðu skólastjóra

1.6.2021

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir til umsóknar stöðu skólastjóra Grunnskóla Hornafjarðar. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. 

Í Grunnskóla Hornafjarðar eru um 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum auk frístundar fyrir 1. – 4. bekk. Grunnskóli Hornafjarðar er framsækinn skóli sem setur nemendur og velferð þeirra í forgang og hefur menntun fyrir alla að leiðarljósi. Unnið er eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli.

Skólastjóri ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Hann gegnir lykilhlutverki í mótun skólastarfsins og samstarfsvettvangs skóla og íbúa. Skólastjóri ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og stefnumörkun sveitarfélagsins.

Leitað er eftir metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka reynslu af skólastarfi sem býr yfir áræðni og metnaði til að þróa skólastarfið til enn frekari árangurs.

Nánari upplýsingar má finna hér og hjá Ragnhildi Jónsdóttur fræðslustjóra í síma 470 8002 og netfangið ragnhildur@hornafjordur.is